Leikjaumfjöllun — 08/03/2016 at 23:35

Loksins sigur. 4-0 sigur á Hull í bikarnum + Videó

by

gabriel-mertesacker

Þar sem Arsenal og Hull gerðu jafntefli í fyrri leik liðanna í FA bikarnum þá þurftu liðin að mætast aftur og nú á heimavelli Hull. Svo fór á endanum að Arsenal vann leikinn 4-0 en það var ýmislegt annað sem gekk á leiknum. Allar skiptingar Arsenal voru gerðar vegna meiðsla. Fyrst fór Mertesacker útaf vegna höfuðáverka og heilahristings, Gabriel fór því næst útaf og svo leikmaðurinn sem leysti Gabriel af hólmi, Aaron Ramsey. Eftir leikinn sagðist hann vonast til að Mertesacker og Gabriel  yrðu með í næsta leik en var ekki eins bjartsýnn á Ramsey.

Oliver Giroud og Theo Walcott skoruðu 2 mörk hver í leiknum. Deildarleiknum við West Brom sem átti að vera á Laugardaginn er því frestað og því mætir Watford í staðinn á Emirates á Sunnudaginn í 8 liða úrslitum FA Bikarsins.

Comments

comments