Uncategorized — 21/04/2013 at 22:08

Lokaspretturinn – Hverjir eru möguleikarnir á Meistaradeildinni?

by

arsene

Þegar öllum fannst baráttan um 3.-5. sætið vera óþarflega jöfn og spennandi þá fóru úrslit dagsins á þann veg að gera keppnina ennþá jafnari. Það gerðist með óvæntum sigri Tottenham á Manchester City, sem og 2-2 jöfnunarmarki Luis Suarez á 96. mínútu gegn Chelsea. Við skulum líta á töfluna eins og hún er akkurat núna

 1. Man.Utd.   33 26 3 4 75:35 81
 2. Man.City   33 20 8 5 59:30 68
 3. Arsenal   34 18 9 7 65:35 63
 4. Chelsea   33 18 8 7 66:35 62
 5. Tottenham  33 18 7 8 58:41 61
 6. Everton   34 14 14 6 51:38 56

Þarna sés að munurinn á þriðja sætinu sem Arsenal situr í þessa stundina og fimmta sætinu hjá Tottenham er ekki nema tvö stig og bæði Chelsea og Tottenham með leik til góða. Mjög jafnt og spennandi. Þó svo að það sé hægt að reikna það út að með sigri í leikjum Chelsea og Tottenham að þá fari bæði liðin upp fyrir Arsenal að stigum þá er það ekki alveg svo einfalt að segja að Arsenal þurfi að reiða sig á úrslit annarra liða til að eiga séns á Meistaradeildinni.

Það er hægt að líta á leik Chelsea og Spurs innbyrðis sem leikinn sem þeir eiga inni á Arsenal og þar sem þau vinna ekki bæði þá má segja að Arsenal yrði alltaf í fjórða sæti eftir þann leik sama hver úrslitin yrðu.

Við skulum líta á prógramið sem er eftir hjá þessum þremur liðum til að átta okkur betur á því hvers vegna ég tel Arsenal og Tottenham vera líklegustu liðin til að verma þriðja og fjórða sætið.

Arsenal – Man Utd (H), QPR (Ú), Wigan (H), Newcastle (Ú)
Chelsea – Swansea (H), Man Utd (Ú), Tottenham (H), Aston Villa (Ú), Everton (H)
Tottenham – Wigan (Ú), Southampton (H), Chelsea (Ú), Stoke (Ú), Sunderland (H)

Á þessu má sjá að Chelsea á að eiga “erfiðustu” leikina eftir á pappírunum, auk þess sem að þeir eru á auknu leikjaálagi þar sem þeir eiga tvo auka leiki gegn Basel í Evrópudeildinni. Sú staðreynd að Chelsea og Tottenham eigi eftir að spila innbyrðis gerir stöðuna góða fyrir Arsenal þar sem að þar er ljóst að annað hvort liðið sé augljóslega að fara að tapa stigum. Leikir Chelsea gegn Man Utd og Everton eru sömuleiðis leikir þar sem þeir eru ekkert endilega “clear favourites” á þrjú stig ef ég leyfi mér að sletta smá ensku.

Það er því mín persónulega skoðun að Arsenal og Tottenham séu líklegust til að verma þriðja og fjórða sæti deildarinnar og þarf ekki að endurspegla mat annarra, þó svo Chelsea séu í bestu stöðunni í deildinni akkurat þessa stundina og sennilega ef litið er á leikmannahópinn með besta hópinn af þessum þremur. Aukið leikjaálag miðað við hin tvö og erfiðustu leikirnir í deildinni sem þeir eiga eftir skapar þessa spá mína.

Þriðja sæti væri þó mjög góður endir á tímabilinu og pínu sárabót fyrir annars sorglegt tímabil í öðrum keppnum. Við skulum heldur ekki gleyma því að það getur skipt máli að lenda í þriðja sæti þar sem að þriðja sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni en fjórða sætið gefur rétt til þess að spila í síðustu umferðinni af umspili fyrir riðlakeppnina.

 

Höfundur: Eyþór Oddsson

Comments

comments