Uncategorized — 25/07/2015 at 07:00

Liðsfréttir fyrir Lyon: Engin ný meiðsli – Welbeck að byrja að æfa að nýju

by

Arsenal FC v Galatasaray AS - UEFA Champions League

Arsenal spilar tvo æfingaleiki á laugardag og sunnudag við Lyon og Wolfsburg í árlega Emirates bikarnum.

Allir leikmenn sem spiluðu í Asíu eru klárir og engin ný meiðsli að herja á hópinn, nema þá Flamini eftir að hafa fengið lítið högg á ökklan en verður þó sennilega tilbúinn í slaginn.

Danny Welbeck, Alexis Sanchez og David Ospina eru einu leikmennirnir sem eru frá keppni. David Ospina og Alexis Sanchez eru enn í sumarfríi eftir þátttöku á Copa America.

Þá er Danny Welbeck enn að hrista af sér meiðsli sem herjuðu á hann undir lok seinustu leiktíðar. Hann á þó að hefja aftur æfingar um helgina og verður því tæplega tilbúinn fyrir upphaf leiktíðarinnar.

EEO

Comments

comments