Uncategorized — 25/04/2013 at 18:49

Liðsfréttir: Fabianski ekki með gegn Man Utd

by

sp27no-Fabianski

Nú styttist óðum í stórleik helgarinnar á sunnudag kl 15:00 á Emirates þar sem við fáum nýtryggða Englandsmeistara Manchester United á Emirates. Arsene Wenger hefur gefið út nýjar upplýsingar um stöðuna á liðinu fyrir leikinn.

Lukasz Fabianski verður ekki með vegna meiðsla og því má gera ráð fyrir að samlandi hans Wojciech Szczesny haldi sæti sínu í liðinu.

Olivier Giroud fékk sem kunnugt er þriggja leikja bann fyrir tæklingu sína gegn Fulham og verður því ekki með. Ekki er gott að segja hver tekur stöðu framherja í hans stað en líklegt er að það verði annað hvort Theo Walcott eða Lukas Podolski.

Ryo Miyaichi og Vassirikki Diaby eru báðir frá út tímabilið en samkvæmt physioroom.com er Mikel Arteta tæpur á ökkla en gæti náð leiknum.

Eyþór Oddsson

Comments

comments