Uncategorized — 05/02/2015 at 13:04

Liðsfréttir: Alexis ekki með gegn Spurs!

by

Alexis Sanches

Arsenal og Tottenham eigast við í miklum grannaslag á White Hart Lane um helgina.

Arsenal birti í dag fréttir af liðinu þar sem fram kemur að Alexis Sanchez verður ekki með í leiknum. Hann á þó ekki langt í land og gæti verið tilbúinn fyrir Leicester á þriðjudaginn.

Danny Welbeck verður klár í slaginn að nýju og að öðru leyti mun Arsenal hafa sama hóp til taks og spilaði gegn Aston Villa um helgina.

Alex Oxlade-Chamberlain verður ekki klár en hann er byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli og þá mun Jack Wilshere hefja æfingar að nýju eftir helgi.

Serge Gnabry og Bielik munu vera með U-21 liðinu sem tekur á móti Newcastle United á mánudagskvöld.

EEO

Comments

comments