Uncategorized — 25/07/2014 at 13:17

Liðið sem mætir New York Red Bulls

by

Arsenal

Arsenal hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn New York Red Bulls í 2014 New York Cup .

Leikmenn Arsenal, Arsene Wenger og starfsfólk liðsins fór frá England fyrir 2 dögum síðan á leið sinni til New York City. Arsenal stuðningsmenn frá Norður-Ameríku og Englandi munu ferðast alla leið til Harrison, New Jersey fyrir leikinn á laugardaginn, sem að verður klukkan 21:00.

Þetta verður fyrsti leikur Arsenal í Bandaríkjunum í 25 ár.

Hér má sjá þá leikmenn sem að munu ferðast til Bandaríkjanna:

Markverðir: Damien Martinez, Wojciech Szczesny

Varnarmenn: Hector Bellerin, Kieran Gibbs, Isaac Hayden, Carl Jenkinson, Ignasi Miquel, Nacho Monreal

Miðjumenn: Mikel Arteta, Santi Cazorla, Francis Coquelin, Abou Diaby, Mathieu Flamini, Kristoffer Olsson, Aaron Ramsey, Tomas Rosicky, Jon Toral, Jack Wilshere, Gedion Zelalem

Framherji: Chuba Akpom

Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru ennþá að jafna sig af meiðslum sínum á Englandi, en Yaya Sanogo er fráverandi en tilbúinn að vera kallaður inn ef þess þarf. Útilokun hans frá hópnum getur þýtt að hann gæti verið að fara á lán fljótlega.

Eins og sést þá vantar þó marga leikmenn hjá Arsenal.

Þar má nefna leikmenn á borð við:

Özil, Mertesacker, Podolski, og Giroud sem að eru ennþá í fríi eftir Heimsmeistaramótið í Brasilíu. Mætti halda að þetta veikir liðið en Arsenal er með marga reynslumikla leikmenn sem að geta fyllt uppí stöðurnar.

Ritari –  Davíð Guðmundsson

Comments

comments