Leikjaumfjöllun — 24/08/2015 at 12:53

Leikur kvöldsins: Liverpool mætir á Emirates

by

Arsenal v Fulham - Premier League

Liverpool mætir í heimsókn á Emirates Stadium kl 19:00 í kvöld en leikurinn er sá síðasti í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool hafa farið ágætlega af stað og unnið fyrstu tvo leikina sína 1-0.

Engar fréttir eru af breytingum á Arsenal liðinu þar sem allir sem spiluðu gegn Crystal Palace um þar síðustu helgi eru klárir í slaginn en þeir sem gátu ekki spilað gegn Palace verða ekki heldur með gegn Liverpool.

Seinasti leikur liðanna á Emirates fór fram þann 4. apríl síðastliðinn með eftirminnilegum 4-1 sigri Arsenal.

Comments

comments