Uncategorized — 02/08/2015 at 02:00

Leikur dagsins: vs. Chelsea kl 14:00 – Verður rútunni lagt?

by

Arsenal in Singapore - Day 2

Samfélagsskjöldurinn 2015: Arsenal – Chelsea kl. 14:00

Arsenal spilar í dag gegn Chelsea í árlega leiknum um Samfélagsskjöldinn, en þar mætast árlega Englandsmeistararnir (Chelsea) og bikarmeistararnir (Arsenal).

Þessi leikur markar oft upphaf enska boltans á hverri leiktíð en Arsenal vann þennan leik í fyrra sannfærandi gegn þáverandi Englandsmeisturum Manchester City, 3-0.

Liðsfréttir – Arsenal

Aðeins eru þrír leikmenn sem öruggt er að verði ekki með í dag, en það eru þeir David Ospina, Danny Welbeck og Alexis Sanchez.

Danny Welbeck hefur verið að glíma við meiðsli frá því undir lok leiktíðarinnar í fyrra en hefur þó hafið æfingar á nýjan leik.

Alexis Sanchez kemur úr sumarfríi á morgun en David Ospina er byrjaður að æfa á ný eftir sumarfrí. Þeir tveir fengu lengra sumarfrí vegna þátttöku þeirra í Copa America, en þar vann Alexis Suður-Ameríku bikarinn með landsliði sínu, Chile.

Petr Cech mun að öllum líkindum hefja leik í marki Arsenal gegn sínum gömlu félögum.

Liðsfréttir – Chelsea

Gary Cahill og Diego Costa hafa jafnað sig af meiðslum og eru til taks fyrir Mourinho og hans félaga.

Annað er ekki að frétta af Chelsea liðinu og því ættu þeir að geta stillt upp mjög sterku liði en Costa mun berjast við Falcao og Remy um stöðu framherja í leiknum, en sé Costa 100% klár að mati Mourinho er hann líklegastur til að byrja.

Pre-Season gengi

Arsenal hafa átt gott undirbúningstímabil þar sem allir hafa æft saman og verið með góða liðsheild. Tveir vináttubikarar voru unnir, Barclays Asia Trophy í Singapore og Emirates Cup. Arsenal hafa unnið alla sína fjóra undirbúningsleiki.

Chelsea unnu hinsvegar ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu en þeir töpuðu þeim fyrsta gegn New York Red Bulls áður en þeir gerðu jafntefli við PSG og Barcelona.

Fyrri viðureignir

Það eru hátt í fjögur ár liðin síðan Arsenal vann síðast leik gegn Chelsea. Það var frægur 5-3 sigur á Stamford Bridge þann 29. október 2011. Síðan þá hafa liðin leikið átta leiki, Chelsea hefur unnið fimm þeirra, þrír hafa endað með markalausu jafntefli. Markatalan í þessum átta leikjum er 14-2 fyrir Chelsea.

Það var þann 20. janúar 2013 sem Arsenal skoraði síðast mark gegn Chelsea. Það var Theo Walcott sem markið skoraði á Stamford Bridge. Síðan þá eru 482 spilaðar mínútur síðan Arsenal skoraði síðast mark gegn Chelsea.

Áhugaverðar staðreyndir í kringum leikinn

Hvorugu liðinu hefur nokkurntíman mistekist að skora á nýja Wembley.

Síðustu tvö rauðu spjöld sem sáust í leik um samfélagsskjöldinn eiga Chelsea og Arsenal. Branislav Ivanovic var vikið af velli árið 2012 en þá höfðu liðið níu ár síðan rauða spjaldið sást síðast í þessum árlega leik. Það fékk Francis Jeffers í jafntefli gegn Manchester United sem endaði með sigri Manchester liðsins í vítakeppni.

EEO

Comments

comments