Uncategorized — 04/01/2015 at 14:26

Leikur dagsins – FA Cup vs. Hull City (H) – 17:30

by

hullvsArsenal

Arsenal mætir Hull City á Emirates í FA bikarnum í dag kl 17:30.

Hér er um að ræða merkilegan leik þar sem bæði þessi lið hefja göngu sína í FA bikarnum þetta tímabilið en þetta eru liðin sem spiluðu til úrslita í FA bikarnum í fyrra en eins og vonandi allir Arsenal menn vita vann Arsenal 3-2 í miklum háspennuleik.

,,Við höfum unnið bikarinn fimm sinnum í minni stjóratíð og vitum því hve mikla þýðingu hann hefur,” segir Wenger.

Um talsverð meiðsli er að ræða í leikmannahópi Arsenal. Miðjumennirnir Jack Wilshere, Mikel Arteta og Aaron Ramsey verða ekki með vegna meiðsla og gera má því ráð fyrir að Francis Coquelin byrji þriðja leik sinn í röð.

Mathieu Flamini og Yaya Sanogo eru tæpir vegna meiðsla og þá er Mesut Özil að stíga upp úr meiðslum en hann er sagður tæpur fyrir þennan leik og því er ólíklegt að hann verði með þar sem hann hefur ekki spilað mótsleik í langan tíma.

,,Við megum ekki við því að breyta mikið því við þurfum stöðugleika. Við höfum þá 18 sem voru í hópnum gegn Southampton, aðrir munu ekki spila,” segir Wenger en nefnir þó að markverðirnir David Ospina og Damian Martinez komi inn í hópinn fyrir Wojciech Szczesny.

Í deildinni eru Hull City í 15. sæti og tveimur stigum fyrir ofan fallsæti, en þeir hafa aðeins unnið fjóra leiki á þessari leiktíð.

Arsenal mætti þeim á Emirates í deildinni fyrr á tímabilinu en þá bjargaði Danny Welbeck einu stigi fyrir Arsenal menn í 2-2 jafntefli.

,,Þú verður að vera varkár því Hull eru alltaf hættulegir gegn öllum. Þeir hafa átt erfiða tíma en geta samt farið á útivöll og unnið.”

Ritari – Eyþór Oddsson
Heimild: Arsenal.com

Comments

comments