Uncategorized — 25/07/2015 at 06:00

Leikir helgarinnar í Emirates Cup: Arsenal gegn Lyon og Wolfsburg

by

Welbeck loves

Nú eru Arsenal menn að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir deildarkeppnina sem hefst gegn West Ham þann 9. ágúst.

Lyon eru mættir til London og munu heimsækja Arsenal í hinum árlega Emirates Cup en leikurinn hefst kl 16:20 að breskum tíma.

Lyon enduðu í öðru sæti frönsku deildarinnar á eftir Paris Saint-Germain en í þeirra röðum er Alexandre Lacazette, sem hefur verið orðaður við helstu stórlið Evrópu í sumar, meðal annars Arsenal.

Leikur Arsenal og Lyon kemur strax í kjölfarið á leik Wolfsburg og Villarreal en það eru hin tvö liðin í keppninni. Arsenal mætir svo Wolfsburg á sama tíma á morgun, en það er síðasti undirbúningsleikurinn áður en Arsenal mætir Chelsea í árlega leiknum um góðgerðarskjöldinn 2. ágúst á Wembley.

Comments

comments