Uncategorized — 21/07/2012 at 12:13

Leikmenn sem fara ekki til Asíu

by


Wenger hefur opinberað 24 manna hópinn sem fer til Asíu eins og sjá má á þessari síðu. Hann svaraði spurningum um hvernig staðan er á þeim leikmönnum sem ekki fara.

Lukas Podolski og Per Mertasacker:
Þeir byrja að æfa í dag laugardag, sama dag og hópurinn fer út. Verða því heima og vinna í leikforminu.

Olivier Girod og Laurent Koscielny:
Þeir byrjuðu að æfa á föstudaginn og eru ekki tilbúnir til að byrja að spila.

Robin van Persie:
Hann þarf að vinna í leikforminu.

Bacary Sagna:
Hann er allur að koma til eftir fótbrotið, ætti að vera tilbúinn í lok ágúst.

Jack Wilshere:
Það e rómögulegt að setja dagsetningu á endurkomu hans, gæti verið fyrsta vikan í september en gæti líka verið í október. Hann hefur núna verið frá í heilt ár og ég vil ekki setja pressu á hann.

Tomas Rosicky:
Hann er 6 til 8 vikur í það að vera tilbúinn. HAnn meiddist á EM.

Emmanuel Frompong:
Endurhæfingin gegnur vel. Ætti að vera kominn í lok september eða október.

Athygli vekur að Andrey Arshavin og Nic Bendtner eru ekki á lista þeirra sem fara til Asíu og var Wenger ekki spurðu út í stöðu þeirra.

SHG

Comments

comments