Uncategorized — 13/10/2012 at 00:52

Leikmenn með landsliðum. Ox Skoraði, Walcott meiddur

by

Enska landsliðið spilaði í gærkvöldi við San Marino og voru þeir Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain í liði Englands. Það var ekki ánægjuleg byrjun á leiknum þegar Theo Walcot þurfti að fara af velli á 10 mínútu og er líklegt að hann sé með brotið rifbein eftir ansi snarpa tæklingu frá markverði San Marino. Gleðilegri fréttir voru þó að segja af Ox en hann skoraði síðasta mark leiksins.

Atvikið með Theo Walcott er í byrjun myndbandsins og markið hans Ox á 2:40


СМ – А footyroom.com by footyroom

Af öðrum leikmönnum Arsenal er þetta að frétta frá landsleikjum í undankeppni HM í gærkvöldi.

Thomas Vermalen spilaði allan leikinn fyrir Belgíu gegn Serbíu og vann Belgía 3-0.

Aaron Ramsey spilaði allan leikinn fyrir Wales gegn Skotlandi og vann Wales 2-1.

Þýskaland burstaði lið Írlands 6-1. Per Mertesacker spilaði allan leikinn. Podolski kom inná á 66 mínútu.

Johan Djourou spilaði í 66 mínútur fyrir Sviss í 1-1 jafntefli gegn Noregi.

Santi Cazorla spilaði allan leikinn í 4-0 sigri Spánverja á Hvíta-Rússlandi.

Frakkland spilaði vináttuleik gegn Japan sem fór 1-0 fyrir Japan. Oliver Giroud spilaði allan leikinn.

Comments

comments