Uncategorized — 05/06/2015 at 23:16

Leikmaður ársins 3. sæti – Francis Coquelin

by

Arsenal v Fulham - Premier League

Í þriðja sæti yfir leikmanns ársins að mati Arsenal Ísland er Francis Coquelin. Coquelin er franskur varnarsinnaður miðjumaður, sem er fæddur í Laval í Frakklandi 13. maí árið 1991.

Coquelin kom 17 ára gamall til Arsenal úr unglingastarfi Stade Lavallois, sem spilar í 2. deildinni í Frakklandi í dag. Þangað fór han þegar hann var 14 ára gamall en þá hafði hann spilað með AS du Bourny í Frakklandi á æskuárunum.

Eins og flestir stuðningsmenn Arsenal vita sem fylgjast reglulega með liðinu hefur ferill Coquelin hjá Arsenal ekki alltaf verið dans á rósum. Coquelin var keyptur til Arsenal í júlí 2008 eftir að hafa hrifið þjálfara Arsenal meðan hann var á reynslu hjá félaginu.

Coquelin fór á þessari leiktíð í lán til Charlton, þar sem frammistaða hans þótti ekkert rosalega merkileg. Þarna héldu margir að Coquelin ætti ekki framtíð hjá Arsenal, þar sem að ekki er búist við því að maður sem slái ekki í gegn hjá Charlton í B-deildinni eigi erindi í Arsenal. Annað kom á daginn.

Coquelin var kallaður til baka vegna meiðsla lykilmanna hjá Arsenal á þessu tímabili. Þar átti hann eftir að blómstra, þökk sé því að hann sé spilaður í hárréttu hlutverki. Coquelin er vinnuhestur mikill og kemst lengst á baráttu sinni og viljasemi. Hann kann að tækla og binda saman miðju og vörn. Hann verður því seint talinn góður leikmaður með bolta, enda er hans hlutverk hreinlega að vinna boltan og koma honum í leik.

Coquelin spilaði þrjátíu leiki fyrir Arsenal á tímabilinu, en hann fékk í þeim sjö gul spjöld. Hann slapp þó við að fá rautt spjald á þessari leiktíð. Stuðningsmenn hafa kallað eftir leikmanni eins og Coquelin alveg síðan Patrick Vieira yfirgaf félagið árið 2005 og nú er ósk stuðningsmanna sú að arftaki Vieira sé fundinn eftir 10 ára leit.

Við hjá Arsenal á Íslandi kveðjum þennan baráttuhund og vonum að hann komi jafn sterkur til baka á næsta tímabili!

Myndband af Coquelin

Comments

comments