Uncategorized — 10/06/2015 at 16:42

Leikmaður ársins 2. sæti – Santi Cazorla

by

Arsenal v Liverpool - Premier League

Santi Cazorla er í öðru sæti í valinu á leikmanni ársins að mati spjallverja á Arsenal Ísland spjallborðinu á Facebook.

Santiago Cazorla Gonzáles, betur þekktur sem Santi Cazorla, er fæddur 13. desember 1984 og verður því 31 árs á þessu ári. Hann hóf knattspyrnuæfingar átta ára gamall hjá Club Deportivo Covadonga, sem er staðsett í Oviedo á Spáni.

Hann vakti athygli Real Oviedo, sem í dag er nýbúið að tryggja sér sæti í spænsku B-deildinni. Þangað fór hann tólf ára gamall í unglingastarfið og spilaði þar sína fyrstu leiki í meistaraflokki.

Hann gekk 18 ára til liðs við Villarreal og er þekktastur fyrir sinn tíma þar. Tímabilið 2006-07 var hann seldur til Recreativo en sneri aftur til Villarreal aðeins ári seinna. Í heildina skoraði hann 29 mörk fyrir Villarreal og Villarreal B í 221 leik.

Santi Cazorla hefur átt afbragðs gott ár hjá Arsenal en hann var keyptur frá Malaga árið 2012, en hann skoraði átta mörk og er með fimmtán stoðsendingar. Hann er gríðarlega flinkur með boltan, með mikla sköpunargáfu og frábær sóknarmiðjumaður.

Santi Cazorla verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Arsenal á næsta tímabili og það er okkar von að hann haldi áfram þessu gengi.

Sjá myndband af Cazorla

Comments

comments