Uncategorized — 27/08/2014 at 21:41

Leikjaumfjöllun : Arsenal – Besiktas

by

Arsenal v AS Monaco - Emirates Cup

Alexix Sanchez skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal þegar liðið tryggði sér þáttöku rétt í riðlakeppni meistaradeildarinnar í sextánda skiptið í röð. Hreint út sagt ekki slæmur árangur það.
Leikurinn var frá fyrstu mínútu fullur af spennu og greinilegt að hvorugt liðið var tilbúið að gefast upp. Arsenal tók forustuna í lok fyrri hálfleik og fór því með ágætis stöðu inn í leikhlé og virstist þetta mark hressa okkar menn vel við og vorum við mun betri í seinni hálfleik sem var þó fullur af spennu og spjöldum á báða bóga. Á 75min missti Arsenal mann af velli þegar Mathieu Debuchy fékk sitt annað gula spjald, ódýrt virtist það og margir vildu taka enn dýpra í árina með yfirlýsingar sínar. En leikmenn Arsenal héldu út þar til loka flautið gall við og eins og fyrr kom fram hefur tryggt sig áfram í riðlakeppnina.
Alltaf gaman að sjá okkar menn sigra og vonandi hefur markið kveikt vel í Alexis fyrir veturinn.
Áfram Arsenal!

Magnús P.

Comments

comments