Arsenal Almennt — 24/08/2015 at 13:11

Lánsmenn: Jenkinson með rautt

by

S

Wojciech Szczesny (Roma)
Spilaði allar 90 mínúturnar þegar Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Hellas Verona í opnunarleik Serie A á Ítalíu.

Carl Jenkinson (West Ham)
Spilaði 79 mínútur í liði West Ham sem tapaði gegn Bournemouth 4-3 í stórkostlegum fótboltaleik á Boleyn Ground í London. Jenkinson fékk að líta rautt spjald á 79. mínútu og er því kominn í leikbann.

Serge Gnabry (WBA)
Kom inn á sem varamaður síðustu tólf mínúturnar þegar Chelsea sigraði WBA 3-2 í hörkuleik. Gnabry tókst ekki að breyta gangi mála þrátt fyrir rautt spjald fyrirliða Chelsea, John Terry.

Ainsley Maitland-Niles (Ipswich)
Spilaði 62 mínútur þegar Ipswich lagði Preston, 2-1.

Isaac Hayden & Chuba Akpom (Hull City)
Jóhann Berg Guðmundsson var í stuði fyrir Charlton og lagði upp opnunarmark leiksins og skoraði sigurmarkið með skalla á 98. mínútu. Okkar menn, Chuba Akpom og Isaac Hayden spiluðu báðir í liði Hull. Akpom byrjaði og spilaði í 64 mínútur en Hayden kom inn á sem varamaður á 58. mínútu.

Wellington Silva (Bolton)
Spilaði 84 minútur fyrir Bolton sem gerði 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest.

Comments

comments