Arsenal Almennt — 08/08/2015 at 16:02

Lánsmenn: Akpom og Toral á skotskónum

by

Jon Toral (Birmingham)
Toral byrjar vel með Birmingham í ensku Championship deildinni en þeir lögðu Reading að velli í dag, 2-1. Spænski miðjumaðurinn Jon Toral er á láni hjá Birmingham en hann skoraði annað markið í upphafi seinni hálfleiks. Markið skoraði Toral með skalla eftir fyrirgjöf frá Clayton Donaldson. Toral spilaði 70 mínútur í leiknum.

Isaac Hayden, Chuba Akpom (Hull City)
Isaac Hayden nældi sér í gult spjald í leik Hull City en Hayden og Akpom voru báðir í liði Hull sem lagði Huddersfield að velli, 2-0. Þeir áttu meðal annars fínan samleik þar sem að Hayden lagði upp færi fyrir Akpom, en skot hans rétt framhjá markinu. Chuba Akpom skoraði annað mark leiksins fyrir Hull City með góðu hægri fótar skoti upp í vinstra hornið.

Chuba Akpom var skipt af velli eftir 83 mínútna leik en Hayden spilaði allan leikinn.

Ainsley Maitland-Niles (Ipswich)
Ainsley Maitland-Niles var í byrjunarliði Ipswich manna sem gerði dramatískt 2-2 jafntefli gegn Brentford. Maitland-Niles komst nálægt því að skora eftir 39 mínútna leik en vinstri fótar skot hans rataði ekki í netið. Maitland-Niles spilaði 81 mínútu í leiknum en Brentford lentu tveimur mörkum undir en jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Daniel Crowley (Barnsley)
Spilaði í 57 mínútur í liði Barnsley sem spilaði gegn Chesterfield á útivelli í dag. Crowley komst nærri því að skora, en skot hans úr miðjum teignum fór framhjá markinu. Barnsley tapaði leiknum á endanum, 3-1.

EEO

Arsenal v Aston Villa - Premier League

Comments

comments