Uncategorized — 22/05/2012 at 22:03

Lansbury skoraði fyrir Norwich

by

Nei, Norwich er ekki búið að kaupa Henri Lansbury.

Í dag fór fram góðgerðarleikur fyrir Adam Drury sem hefur verið hjá Norwich síðan 2001. Það hefur lengi verið venja í Englandi að leikmenn sem þjónað hafa sama liðinu í 10 ár frá góðgerðarleik þegar þeir hætta. Drury er ekki nema 33 ára en þar sem litlar líkur eru á því að hann fá nýjan samning hjá Norwich þá fór fram góðgerðarleikur í dag gegn Celtic.

Norwich vann 2-0 þar sem Lansbury skoraði síðari markið þegar 20 mínútur voru eftir. Lansbury var eins og kunnugt er í láni hjá Norwich þarsíðasta tímabil og hjálpaði þeim að komast í Úrvalsdeildina. En var ekki inn í myndinni hjá Lambert  og því var lánssamningur hans ekki framlengdur. Hann fór því til West Ham og annað árið í röð hjálpar hann liði að komast í Úrvalsdeildina.

Verður forvitnilegt að sjá hver staðan hans verður á næsta ári.

Comments

comments