Uncategorized — 14/09/2011 at 23:28

Lansbury lengir samninginn

by

Arsenal tilkynnti í dag að Henri Lansbury hefði skrifað undir framlengingu samnings síns við Arsenal en upphaflegi samningurinn er frá árinu 2009. Lansbury er í láni hjá West Ham út þetta leiktímabil og hefur byrjað mjög vel á þessu tímabili, skoraði meðal annars eitt mark og lagði upp annað í leik West Ham gegn Portsmouth nú um síðustu helgi.

Flestir sérfræðingar eru á því að Lansbury eigi mikla framtíð fyrir sér hjá Arsenal en hann er Englendingur og hefur verið fyrirliði Enska U-16 og U-19 landsliðsins en leikur nú með U-21 liðinu.

Comments

comments