Uncategorized — 09/09/2013 at 16:36

Landsliðsmenn á ferð

by

Czech Republic v Armenia - FIFA 2014 World Cup Qualifier

Margir leikmanna Arsenal tóku þátt í landsliðsverkefnum síns land um helgina og halda áfram annað kvöld. Á meðan þá eru aðrir heima í London að halda sér í formi.

Jack Wilshere og Theo Walcott byrjuðu báðir fyrir Englendinga sem unnu Moldóva 4-0.

Per Mertesacker og nýji leikmaðurinn Mesut Özil spiluðu allan leikinn þegar Þjóðverjar unnu Færeyinga 3-0. Özil var með 99% heppnaðar sendingar í þessum leik.

Bæði Sczcesny og Fabianski voru á bekknum hjá Pólverjum.

Sagna, Koscielny og Giroud spiluðu í markalausu jafntefli Frakka og Gerorgíu. Þess má geta að þetta er lengsta markaþurrð Frakka í 109 ár.

Tékkland tapaði óvænt 2-1 fyrir Armeníu en það var Rosicky sem skoraði marki Tékka í þeim leik.

Aaron Ramsey var líka á skotskónum en hann skoraði mark úr víti þegar Wales tapaði fyrir Makedóníu.

Joel Campbell skoraði svo eitt af þremur mörkum Kósta Ríka sem vann USA 3-1.

SHG

Comments

comments