Uncategorized — 29/06/2011 at 16:18

Lady Bracewell-Smith lætur í sér heyra

by

Fyrrverandi stjórnarmaður og einn aðal hluthafi Arsenal, Lady Bracewell-Smith hefur nú kallað eftir því að öll stjórn Arsenal verði rekin í heilu lagi.

Lady Bracewell-Smith sem var látin fara sem stjórnarmaður árið 2009 græddi um 129 milljónir punda þegar hún seldi 15,9% hlut sinn í félaginu til Stan Kronke núna í Apríl. Þessi sala hennar varð síðan til þess að Kronke gat gert yfirtöku tilboð í félagið en hann á núna um 70% hlut í Arsenal.

Á Twitter síðu sinni segir hún. “Kronke, Ivan Gazidis, Peter Hill-Wood, Ken Friar, Sir Chips Keswick og Lord Harris of Peckham hafa ekkert meira að gefa þessum klúbb, þeirra tími er liðinn. Þeir ættu allir að vera reknir. Þeir gátu ekki einu sinni unnið með konu í stjórn klúbbsins. Þetta eru karlrembur.”

Peter Hill-Wood hefur svarað þessum ásökunum á þann hátt að hann vísi þessu beint aftur til föðurhúsanna.

Comments

comments