Uncategorized — 18/07/2015 at 11:06

Koscielny: Hvað við þurfum að gera til að ná árangri

by

Soccer - Barclays Premier League - Arsenal v Swansea City - Emirates Stadium

Franski varnarmaðurinn Laurent Koscielny hlakkar til þess að byrja nýtt tímabil og segir að það að koma í veg fyrir meiðsli sé lykilþátturinn í velgengni Arsenal í ár.

Koscielny og Mertesacker mynda aðal miðvarðarpar Arsenal, en þetta er fimmta tímabilið þeirra saman, en Koscielny er að hefja sitt sjötta tímabil með Arsenal.

,,Við höfum spilað saman í fjögur ár núna og mér finnst það ganga vel. Per er góður í loftinu og þegar hann er með boltan fyrir framan hann, ég get bjargað því sem gerist á bakvið hann. Við erum með vörn sem spilar hátt uppi svo að við þurfum lið þar sem allir gera sitt varnarhlutverk og mér fannst það ganga vel á síðasta ári og við munum gera það aftur í ár,” sagði Koscielny.

,,Síðustu fjórir mánuðir tímabilsins voru mjög góðir og við verðum að halda því áfram. Á síðasta ári vorum við með gott lið en við vorum með mikið af meiðslum sem stoppaði okkur. Þegar þú ert með fimm leikmenn frá í nokkra mánuði þá er erfitt að tefla fram besta liðinu og berjast við Chelsea sem voru ekki með svo mörg meiðsli. Ég vona að meiðslin verði af skornum skammti þetta tímabilið.”

,,Ég hef verið hér í sex ár og spilað meira en 200 leiki svo að ég hef meiri reynslu, ég þekki liðsfélagana, þekki klúbbinn og líður vel hjá Arsenal. Þegar þú ert bjartsýnn gerir það þig hamingjusaman og þú gefur sjálfan þig allan í verkið fyrir liðið og fyrir klúbbinn á vellinum. Það hafa orðið mikið af leikmannabreytingum síðan ég kom hingað fyrst en undanfarin tvö ár höfum við bætt við fullt af gæða leikmönnum með góða tækni. Við höfum sama hugarfar, hvert einasta ár er er hugmyndafræðin sú sama, þetta er hugmyndafræði Wenger. Við spilum boltanum með hreyfingum eftir jörðinni.”

EEO

Comments

comments