Uncategorized — 24/07/2012 at 10:06

Koscielny framlengir við Arsenal

by

Laurent Koscielny hefur framlengt samning sinn við félagið.

Samningur Koscielny var til ársins 2014 en hefur hann núna skrifað undir langtíma samning við Arsenal. Þetta eru góðar fréttir fyrir Arsenal sem hefur verið að missa leikmenn frá félaginu undanfarin ár vegna þess að leikmenn hafa ekki verið að framlengja samninga sína.

Koscielny kom til Arsenal árið 2010 og átti brösótt fyrsta tímabil fyrir félagið en var mjög góður á síðasta tímabil. Hann skoraði til að mynda sigurmarkið gegn WBA í lokaleiknum sem tryggði Arsenal meistaradeildarsæti. Enginn leikmaður hefur verið í byrjunarliðinu hjá Arsenal oftar síðustu tvö tímabil eða 85 sinnum.

“Ég er hæstánægður með að hafa náð samkomulagi við Arsenal. Ég hef átt frábæran tíma hér og hlakka til spennandi tíma framundan með Arsenal,” sagði Koscielny við heimasíðu Arsenal.

SHG

Comments

comments