Uncategorized — 01/06/2015 at 21:48

Könnun Arsenal Ísland: Fyrirliðabandið til Mertesacker

by

Per+Mertesacker+Arsenal+v+Swansea+City+Premier+y5ZS2VN7xg4l

Per Mertesacker á að fá fyrirliðaband Arsenal á næsta tímabili. Þetta er mat spjallverja á Arsenal Ísland í könnun sem sett var fyrir spjallverja.

Per Mertesacker hefur átt fínasta tímabil og er reglulegur byrjunarliðsmaður og hefur lengst af sinnt bandinu á leiktíðinni þar sem að fyrirliðinn Mikel Arteta hefur ekki fundið sig á tímabilinu vegna meiðsla.

Nú velta eðlilega margir fyrir sér hvort Arteta eigi nóg inni til að vinna sér aftur inn sæti í liðinu og því eðlilegt að þessi spurning sé spurð þetta sumarið.

Þessar niðurstöður koma því í sjálfu sér ekki á óvart, enda Mertesacker eins og áður sagði mikið borið fyrirliðabandið í vetur.

Þetta var jafnasta kosningin af þeim sem lögð var fyrir, en Per Mertesacker sigraði með 41 atkvæði en næstur kom Aaron Ramsey með 33. Í heildina voru 162 manns sem greiddu sín atkvæði.

fyrirliðakosning

Comments

comments