Uncategorized — 30/10/2014 at 17:40

Klúbburinn og Gaman Ferðir bjóða langveikum börnum á Arsenal – Burnley

by

krakkarnir

Arsenalklúbburinn á Íslandi í samstarfi við Gaman Ferðir munu bjóða tveimur langveikum strákum, þeim Jóni Aðalsteini og Ragnari Axel, á leik Arsenal og Burnley núna á laugardaginn.

Arsenalklúbburinn og Gaman Ferðir leggja til flug til London, hótel í þrjár nætur og miða á leikinn fyrir strákana og forráðamenn þeirra sem og húfu merkta leik og dagsetningu. Velunnarar Arsenalklúbbsins sem og Áfangar ehf. í Reykjanesbæ og Rafholt ehf. í Kópavogi sjá til þess að strákarnir séu með gjaldeyri, sitthvor 150 pundin.

Inter Sport á Íslandi gaf hópnum svo búninga á þau öll fjögur þegar þau hittust fyrr í dag.

Þetta verður vonandi ógleymanleg ferð fyrir strákana en hún mun innihalda meðal annars skoðunarferð um völlinn, hitta leikmenn þegar þeir koma á völlinn fyrir leik, leikurinn sjálfur og svo sérstök skoðunarferð um leikfangaverslunina Hamleys á sunnudeginum.

Arsenalklúbburinn vill þakka öllum sem komu að gjöfum og aðstoð og þá sérstaklega Gaman Ferðir fyrir að gera þessa ferð að veruleika.

Stjórnin.

strakarnir
Jón og Ragnar

Comments

comments