Uncategorized — 15/10/2014 at 16:54

Klúbburinn 32 ára

by

Í dag fagnar Arsenalklúbburinn á Íslandi 32 ára afmæli sínu. Eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þá bauð klúbburinn Nigel Winterburn til landsins um síðustu helgi í tilefni afmælisins.

Hérna er ferðalag hans í virkilega grófum dráttum:
1_Leifstöð
Karlinn mættur til landsins, töluverður vindur og honum var mjög kallt.

2_keilir
Það þurfti að fara með hann á hótelið!

3_brúin
Farið var með hann á Reykjanestá og auðvitað komið við á “Brú á milli heimsálfa” Ekki hvar sem er sem maður ferðast milli Evrópu og Ameríku án þess að vera með vegabréfið á sér.

4_Reykjanesvirkjun
Honum leiddist ekki í Reykjanesvirkjun en hann var alltaf að fíflast eins og sjá má á þessari mynd.

5_matur
Nigel þurfti nú að nærast.

6_næturlífið
Eftir matinn sýndum við honum næturlífið í Reykjavík, NEI Nigel er ekki svona drukkinn hann bara var óheppinn að loka augun þegar flassið kom.

7_blueLagoon
Laugardagsmorgun var vaknað snemma og mættum við í Bláa Lónið við opnun.

8_Perlan
Hvergi betri staður að sýna höfuðborgina en frá Perlunni.

9_intersport

10_intersport2

11_intersport3
Frábært mæting var í InterSport og gaf Nigel sér góðan tíma með hverjum sem er, hvort sem það voru ungir eða aldnir aðdáendur.

12_laugardalsvöllur
Við fengum skoðunarferð um Laugardalsvöll.

13_afmæli
Eitt af borðunum í afmæliskvöldverðinum.

14_afmæli
Við bjuggum til frábæra stemningu í Q&A með því að setjast öll saman í hring.

15_hlidar
Eftir afmæliskvöldverðinn fóru við óvænt í fimmtugsafmæli til eina stærstu Arsenalfjölskyldu á Suðurnesjum.

16_duus
Nigel fékk sér svo fisk á Kaffi Duus áður en farið var heim.

 

Það verður að segjast að Nigel er frábær persóna og ekkert var gert án hans vilja en hann var til í að gera nánst hvað sem er. Hann var ánægður með ferðina og sagði þetta í dag:

“Hope you are enjoying the Birthday as much as the victory over Holland. Thanks to all the fans who I met over the weekend”

SHG

Comments

comments