Uncategorized — 22/08/2011 at 10:40

Kaka, Yann M’Vila, Hazard

by

Hinir ýmsu leikmenn eru orðaðir við Arsenal þessa dagana og ekki er það nú beint skrítið þar sem búið er að selja og lána töluvert af leikmönnum í sumar og hópur Arsenal er verulega þunnur.

Yann M’Vila er franskur miðjumaður sem er 21 árs og spilar fyrir Rennes. Arsenal hefur verið orðað við hann nú síðustu daga og hefur Arsenal boðið í hann samkvæmt fréttum en því tilboði var hafnað.

Einn þeirra leikmanna sem Wenger á víst að vera að skoða er Kaka sem nú er hjá Real Madrid. Samkvæmt fréttum þá á hann víst að vera fáanlegur að láni. Kaka er 29 ára og hefur víst algjörlega fallið úr náðinni hjá Mourinho stjóra Real Madrid og er vitað til þess að reynt hafi verið að selja hann í sumar til Chelsea.

Eden Hazard er einn þeirra sem er nefndur sem væntanlegur leikmaður Arsenal en hann er 20 ára Belgi sem leikur fyrir Lille.

Phil Jagielka er enn orðaður við Arsenal ásamt því að Gary Cahill hjá Bolton er þarna líka.

Svo er það spurningin hvort einhver af þessum lendi á Emirates innan nokkura daga eða hvort það verðir einfaldlega bara enginn.

Comments

comments