Uncategorized — 31/07/2011 at 22:17

Juan Mata til Arsenal í vikunni

by

Samkvæmt fréttum frá Spáni þá hefur Arsenal náð samkomulagi við Valencia vegna kaupa á Juan Mata. Hvorki Arsenal né Valencia eru þó búin að staðfesta neitt. Spænskur fótboltasérfræðingur sem heitir Guillem Balague segir að Mata verði leikmaður Arsenal á næstu dögum og að verðmiðinn á Mata sé um 17 milljónir punda. Fyrir helgina bárust fréttir um að fjölskylda Juan Mata hefði sést í London og miðað við þessar fréttir þá er þetta enn trúlegra.

Juan Mata er 23 ára og er svokallaður playmaker og í raun leikmaður sem við þurfum nauðsynlega, svo ekki sé nú talað um ef Fabregas fari til Barcelona. Það er tæpur mánuður síðan fyrst bárust fréttir af þessum fyrirhuguðu kaupum á Juan Mata.


Comments

comments