Uncategorized — 31/07/2014 at 23:12

Juan Fernando Quintero á leið til Arsenal?

by

Juan Fernando Quintero

Arsenal eru sagðir hafa samþykkt 15,8 milljón punda við Porto fyrr í þessari viku fyrir Juan Fernando Quintero, þar sem að fréttir í Portúgal hafa bent til þess að samningar væru náðir.

Þetta hófst allt saman á því að umboðsmaður Quintero, Maria E. Chavarro setti færslu á Twitter í dag þar sem að segir og staðfestir: “Í dag mun @ juanferquinte10  ferðast til Englands til að skrifa undir samning við Arsenal sem eru að borga FC Porto 20 milljónir evra (um 15.8m £), til hamingju!”

Og nú er leiðandi blaðamaður, Diego Rueda einn af mörgum virtustu heimildarmönnum í Portúgal að segja að þessi 21 árs gamli sóknarsinnaði miðjumaður sé á leiðinni til Norður Lundúna.

Diego Rueda segir að leikmaðurinn hafi tekið þátt í sinni síðustu æfingu fyrir Porto og mun koma á mánudeginum til Lundúna og ljúka við samningsmálin hjá Arsenal.

Quintero, er hraður og mjög leikinn á bolta og getur einnig spilað sem kantmaður, hann er talinn einn af yngstu og hæfileikaríkustu ungu strákum fyrr og síðar, einnig hafa lið Real Madrid og Barcelona sýnt þessum unga leikmanni mikinn áhuga.


Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments