Uncategorized — 26/05/2012 at 16:11

Jose Antonio Reyes: Leikmaður sem átti aldrei séns

byÞegar Sevilla ákváðu að selja hann þá voru síðustu orð Jose Maria del Nido´s til David Dein að Reyes væri frekar óþroskaður miðað við aldur og þyrfti mikla aðstoð í London. Ólíkt Cesc Fabregas og Phil Seneros sem komu til Arsenal nokkuð vel menntaðir, jarðbundnir, þá var Reyes alinn upp af Sígaunum, með mjög litla menntun. Hann var mjög ljúfur en ótrúlega barnalegur og einfaldur strákur.

Hann kom með alla sína fjölskyldu með sér, og þau fluttu öll saman í stórt hús í rétt fyrir utan London. Faðir hans var alkahólisti sem byrjaði hvern dag með áfengi við hönd löngu áður en sólin reis. Móðir hans sá ekkert annað en son sinn, en jafnframt eins og er með Sígaunafjölskyldur þá stjórnaði hún honum frá A til Ö. Aðrir leikmenn í Arsenal fóru fljótlega að kalla hann Vertigo þar sem hann fór aldrei með strákunum upp á aðra hæð í matsal æfingasvæðisins til þess að borða. Ástæðan var sú að móðir hans krafðist þess að hann myndi borða alvöru spænskan mat sem hún eldaði ofan í hann daglega. Og hann var í virkilega vondum málum ef hann var ekki kominn heim STRAX eftir æfingu. Auk þess þá var aldrei að vita í hvernig ástandi faðir hans væri þegar hann kom heim.

Öll fjölskylda hans, þá erum við að tala um stórfjölskylduna, voru algjörlega háð innkomu frá Reyes. Ekkert þeirra var í vinnu. Þau þoldu ekki rakan og veðrið í London, þoldu ekki enskar verslanir. Þau vildu bara spænska upplifun en urðu að flytja til Englands útaf Reyes. Þau fluttu til Bedfordshire í hús sem leit út eins og það væri innflutt frá Andalúsíu – sem var reyndar staðreyndin með allt sem í húsinu var. Ekkert keypt í Englandi heldur allt innflutt. Þau reyndu að vísa að læra tungumálið. Arsenal F.C. borgaði fyrir fjöldan allan af enskutímum, einkakennslu og þess háttar, Reyes sem var algjörlega óskólagenginn reyndi þó eins og hann gat. Það var ekki eins og þau væru viljandi ekki að reyna að læra enskuna, þau bara einfaldlega höfðu það ekki í sér.

Svo var það ástarlíf Reyes. Hann var ástfanginn af Remedios Rivas. Hún var nokkrum árum eldri en hann og töluvert þroskaðari. Stærsta vandamálið var það að móðir Reyes lét þau vara í sitthvoru herberginu. Sem bjó auðvitað til mikla spennu á milli allra þriggja. Á þeim tíma sem Reyes átti að vera að njóta þess að vera til, og aðlagast Englandi þá var heimilið hans aldrei neinn gleðistaður fyrir hann.

Í upphafi tímabilsins 2004-2005 þá varð Reyes að taka á því þegar landsliðsþjálfarinn hans, Luis Aragonés, kallaði Henry „svartan skít“. Hvað átti Reyes að gera? Hann var að brjóta sér leið inn í spænska landsliðið, átti hann að kalla þjálfara sinn rasista opinberlega? Hann þóttist „þola“ þessa athugasemd og það varð mikil spenna á æfingasvæði Arsenal. Sérstaklega milli Reyes og Henry.

Um svipa leiti þá varð Remedios ólétt, og allt var frábært og skemmtilegt í lífi Reyes, hann var gjörsamlega í skýjunum. Móðir hans var hins vegar aldrei sátt og byrjaði að ýta Remedios lengra og lengra frá sér. Þegar horft er til baka þá má segja það að Reyes hafi ekki verið andlega þroskaður eða tilbúinn til að verða pabbi. En það er ekki alltaf spurt að því hvort fólk sé tilbúið þegar storkurinn kemur í heimsókn. En hann var svo sannarlega á ánægjulegasta tímabili lífs síns.

Reyes og Remedios innréttuðu eitt herbergið og ekki vantaði bangsana. Því miður, þá í lok ársins 2004, þá misstu hún fóstrið. Fjölskyldan brást illa við og Reyes var gjörsamlega niðurbrotinn. Ef Reyes var ekki nægilega þroskaður til að verða pabbi þá var hann engan veginn þroskaður til að takast á við þetta. Það var í desember þetta sama ár sem Wenger sendi alla fjölskylduna til Spánar í von um að þau myndu komast út úr þessari sorg.

Fjölskyldan kom til bara næsta ár en þá án Remedios, kærustu Reyes og það var augljóst að ljósið var slokknað hjá honum. Fjölskyldan hans hafði hann algjörlega á sínu valdi og hún vildi heim til Spánar, fyrir fullt og allt og eins og skot. Hugsunin að geta ekki hafið nýtt líf á Englandi með nýrri fjölskyldu, barnið dáið og kærastan farin þá hafði England ekki lengur aðdráttarafl.

Ekki löngu eftir þetta, þá var Reyes gabbaður í útvarpsviðtalinu fræga. Wenger var gjörsamlega brjálaður útaf því, sá þetta sem algjörlega óviðeigandi meðferð á ungum dreng sem var á slæmum stað í lífinu og réði engan vegin við allt sem gekk á. David Dien virkilega lét umboðsmann Reyes heyra það enda var það hann sem gaf útvarpsstöðinni númerið hans. Eftir þetta var ekki aftur snúið, líf hans hjá Arsenal var búið. Hans, eða fjölskyldunnar, vilji að komast til Spánar varð til þess að aðferðir hans til að komast í burtu urðu ýktari og gerðu klúbbnum né aðdáendum engan greiða. Það er þó pottþétt að fjölskylduaðstæður höfðu mikið að segja hvað þetta varðar.

Þetta var allt ein sorgarsaga og ein sú sorglegasta sem þekkist innan Arsenal. Allir sáu það að Reyes hafði hæfileikana en ytri aðstæður sáu til þess að hann var aldrei að fara að gera neinar rósir á Englandi og hefur því miður hvergi náð sér á strik.

SHG

Comments

comments