Uncategorized — 29/01/2015 at 09:49

Joel samdi við Arsenal áður en hann fór

by

Arsenal v Southampton - Capital One Cup Third Round

Frá því að Joel Campbell kom til Arsenal frá Deportivo Saprissa hefur hann verið nánast allan tímann í láni. Fyrst til að öðlast atvinnuleyfi (Lorient og Real Betis), svo til að öðlast reynslu í stærri deild (Olympiacos) svo núna sem skiptimynt (Villarreal) svo Wenger gæti keypt varnarmanninn sem hann vildi.

En Joel hefur greinilega trú á að hann sé nógu góður fyrir Arsenal og Arsenal hefur trú á honum. Hann skrifaði nefninlega undir nýjan langtíma samning áður en hann fór til Spánar.

Hans eina tímabil með Arsenal var fyrri hlutinn af þessu tímabili og byrjaði hann inn á í þremur leikjum og kom sjö sinnum inn á sem varamaður.

Vonandi nýtir hann tímann sinn vel hjá Villarreal og mætir öflugur til leiks á næsta tímabili.

SHG

Comments

comments