Uncategorized — 02/08/2014 at 01:03

Joel Campbell vill tækifæri hjá Arsenal

by

campbell

Joel Campbell, framherji Arsenal vonast til þess að honum verði gefin tækifæri til að sýna sig í ensku úrvalsdeildinni.

Campbell, sem sló í gegn á HM líkt og allt landslið hans frá Kosta Ríka hefur eytt síðustu þremur árum á láni utan Englands m.a. þar sem erfiðlega hefur gengið fyrir hann að fá atvinnuleyfi á Englandi.

Campbell er 22 ára og hefur verið orðaður við Galatasaray og AC Milan að undanförnu, en sögusagnir voru um að Arsenal og Milan gætu gert samning þar sem sprelligosinn Mario Balotelli færi til Arsenal í skiptum.

,,Enska úrvalsdeildin er áhugaverðasta deild heims og ég hef alltaf viljað spila hér. Það er minn draumur og ég trúi að ég sé nógu góður,” sagði Campbell.

,,Ég hef spilað um 100 leiki í þremur mismunandi deildum í Evrópu. Lorient í Frakklandi, Betis á Spáni og Olympiakos í Grikklandi þar sem ég spilaði einnig í Meistaradeildinni. Ég trúi að ég geti náð árangri í hvaða deild sem er í heiminum.”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments