Uncategorized — 02/08/2011 at 22:10

Joel Campbell aftur á dagskrá

by

Samkvæmt fréttum frá Sky Sports þá er ungi framherjinn Joel Campbell frá Kosta Ríka aftur kominn á dagskrá og virðist Arsenal hafað hækkað boð sitt í leikmanninn. Sagt er að bæði Manchester United og Real Madrid hafi skyndilega sýnt leikmanninum áhuga sem varð til þess að ekkert varð af undirskrift hans í síðasta mánuði.

“Við erum að tala aftur við Arsenal núna ég hef enn ekki skrifað undir neitt og er að bíða eftir að heyra frá umboðsmönnum mínum” sagði Campbell við vefsíðuna crunchsport.com.

Ef Arsenal nær samningi við Campbell þá er nær öruggt að hann verður að vera lánaður til annars félags þar sem hann á nánast engann möguleika á atvinnuleyfi á Englandi.

 

Comments

comments