Uncategorized — 10/04/2013 at 13:40

Jenkinson lítur upp til Lee Dixon

by

Arsenal v Everton - Premier League

Lehmann, Lauren, Dixon og Parlour á góðum degi.

Carl Jenkinson, bakvörður Arsenal, segir að Arsenal goðsögnin Lee Dixon, sem spilaði sem hægri bakvörður hjá Arsenal í 15 ár á árunum 1988 til 2002  veiti honum innblástur.

Jenkinson hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frábærum leik sínum ólíkt kollega hans í bakverðinum, Bacary Sagna, sem hefur verið einn besti bakvörðurinn á Englandi undanfarin ár.

,,Ef ég gæti náð hálfum ferlinum sem Dixon átti þá hef ég gert vel. Liðið sem var þá var mjög sérstakt lið og Dixon er einn þeirra sem ég lít upp til,” segir Jenkinson sem hefur verið stuðningsmaður Arsenal frá barnsaldri.

,,Ég horfði mikið á hann jafnvel þegar ég var mjög ungur og það er margt sem ég gæti lært af honum. Mér finnst Arsenal hafa verið heppnir undanfarin ár með fjölda af toppgæða hægri bakvörðum eins og Lee Dixon, Lauren og Bacary Sagna. Það eru allt leikmenn sem ég get lært mikið af og ég hef gert það.”

,,Jafnvel fyrir tíma Dixon voru menn eins og Pat Rice, Arsenal hefur því alltaf verið með frábæra bakverði.”

Frétt frá 433.is

Eyþór Oddsson

Comments

comments