Jenkinson farinn, er eitthvað annað að gerast ?

Það hefur ýmislegt gengið á á leikmanna markaðnum í dag en leikmanna markaðurinn lokar á morgun klukkan 16:00. Hér eru nokkrir punktar yfir atburði dagsins.

Svo virðist sem Arsenal sé algjörlega búið að gefa upp á bátinn að fá varnarmennina Daniel Rugani frá Juventus og Dayot Upamecano frá RB Leipzig en hinsvegar þá virðist Arsenal búið að snúa sér að hinum 33 ára gamla David Luiz sem er hjá Chelsea og er talað um að bæði lið séu að ræða saman um kaupverð en vitað er að david Luiz mætti ekki á æfingu hjá Chelsea í dag þar sem vill reyna að ýta á að komast til Arsenal.

Carl Jenkinson gekk til liðs við Nottingham Forest í dag. Þar fór ca 50.000 pund af vikulega launareikningi Arsenal.

Sagan endalausa með Kieran Tierney er bara enn eins og hún er, ekkert að gerast.

Everton bauð víst 30 milljónir punda í Alex Iwobi í dag, en Arsenal hafnaði boðinu, búist er við að Everton leggi fram annað tilboð á morgun.

Eddie Nketiah er mögulega á leið til Leeds United á lánssamningi út þetta tímabil og svo seldi Arsenal Dominic Thomson sem er 19 ára til Brentford í dag.

Dannie Welbeck sem var samningslaus er nú genginn til liðs við Watford.

Það hafa engir stórir bitar gengið kaupum og sölum í dag og í raun ekki síðan Mustafi  Macuire gekk til liðs við Man Utd á dögunum.