Uncategorized — 01/07/2011 at 00:06

Jeffers er kominn í 4.deildina

by

Einnar leiktíðar undrið og hin eini sanni Fox in the box sem hefur verið hjá Everton, Arsenal, Charlton, Rangers, Blackburn, Ipswich, Sheffield Wednesday, Newcastle United Jets og Motherwell gekk í dag frá samningi við Accrington Stanley sem leikur í ensku annari deildinni (4.deild). Ég er að sjálfsögðu að tala um Francis Jeffers sem var á sínum tíma keyptur af Arsene Wenger fyrir 8 milljónir punda.

Jeffers er núna 30 ára og árangur hans á fótboltavellinum fer ekki batnandi. Fyrstu leiktíðir sínar hjá Everton árið 1997-2001 skoraði hann 18 mörk og síðan hefur hann ekki getað neitt.

Núna er hann oftast kallaður “fox on the rocks” En það er vegna þess að meiðsli hafa farið mjög illa með þennan leikmann sem lofaði svo miklu. Þegar hann kom til Arsenal sagði Wenger “Þið eruð kannski hissa á því að ég sé að kaupa englending en Jeffers hugsar ekki um annað en að skora og þess vegna keypti ég hann”. Jeffers skoraði 4 mörk fyrir Arsenal.

Maður getur nú ekki sagt annað en greyið drengurinn.

Comments

comments