Uncategorized — 26/07/2011 at 10:30

Jay Emmanuel-Thomas á leið til Ipswich

by

Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum þá er Jay Emmanuel-Thomas á leið til Ipswich fyrir um 1.1 milljón punda. Emmanuel-Thomas sem er fæddur árið 1990 og var í láni hjá Cardiff frá Janúar 2011 til loka leiktíðar og gekk ekkert alltof vel, lék 16 leiki og skoraði í þeim 2 mörk. Alls lék hann 29 leiki og skoraði 12 mörk á síðustu leiktíð og þá er talið með varaliðs leikirnir líka.

Arsene Wenger hefur því greinilega gefið það til kynna að Jay Emmanuel-Thomas sé ekki einn af þeim leikmönnum sem eru í hans plönum fyrir framtíðina. Ipswich vonast því eftir því að salan nái að klárast fyrir æfingaleik sem þeir ætla að spila í kvöld gegn Colchester United.

Ég held að margir Arsenal menn hafi nú vonast eftir því að þessi strákur mundi ná að brjóta sér leið inn í aðal-liðð þar sem hann er stór og sterkur, en af því verður greinilega ekki en það er talað um að hann sé skapstór og erfiður viðureignar líka.

 

Comments

comments