Uncategorized — 27/09/2014 at 19:40

Jafntefli í grannaslagnum

by

Arsenal v Tottenham Hotspur - Premier League

Arsenal og Tottenham gerðu jafntefli í síðasta leik dagsins. Spurs komst yfir en Alex Oxlade-Chamberlain jafnaði metin.

Arsenal sýndi sitt rétta andlit um síðustu helgi, spiluðu hraðan bolta og sóttu á fáum snertingum. En í dag var farið í sama gamla farið. Wilshere sem hefur verið góður í einum leik fékk að spila sína stöðu, sem gerði það að verkum að Ramsey og Özil voru spilaðir út úr stöðum.

Sóknarspil Arsenal var hægt, Jack Wilshere hékk lengi á boltanum og okkar hættulegasti sóknarmaður, Alexis var á bekknum.

Meiðsli gerðu það að verkum að Özil komst í sína stöðu og þá breyttist leikurinn til muna og hvað þá eftir að Spurs skoraði. Þá varð sóknin aftur hröð og við notuðum fáar snertingar. Arsenal náði að jafna en þá hægðist aftur á Arsenal.

Tvö töpuð stig þar sem þetta er lélegasta Spurs lið sem við höfum spilað við í mörg ár, auk þess sem Arteta, Wilshere og Ramsey fóru allir meiddir útaf.

Wenger er búinn að staðfesta að Arteta og Ramsey verða ekki með gegn Galatasaray og Chelsea, óvíst hvernig staðan á Wilshere sé.

Arsenal eru bara búnir að vinna tvo leiki í vetur en eru samst sem áður í fjórða sæti.

SHG

Comments

comments