Uncategorized — 13/09/2014 at 15:41

Jafntefli hjá Arsenal og City

by

Arsenal tók á móti Manchester City í fyrsta leik dagsins. Eftir landsleikjahlé var gott að fá enska boltan aftur og ekki skemmdi fyrir að fá bráðfjörugan leik, hins vegar skemmdi fyrir að Arsenal náði ekki að sigra en leikurinn endaði 2-2.

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Debuchy, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Flamini, Ramsey, Wilshere, Alexis, Özil og Welbeck.

Arsenal byrjaði af krafti og voru nálægt því að komast yfir þegar Welbeck vippaði yfir Hart en boltinn fór í stöngina. Stuttu síðar skoraði Aguero og dró þá töluvert úr liði Arsenal.

Arsenal byrjaði síðari hálfleik eins og þann fyrri og þegar líða fór á hann jafnaði Wilshere með frábæru marki. Alexis kom svo Arsenal yfir með ennþá betra marki. Arsenal náði ekki að halda út og jöfnuðu gestirnir sjö mínútum fyrir leikslok.

Ágætis úrslit en Debuchy snéri sig illa undir lokin og eru menn hræddir um að hann sé fótbrotinn.

IMG_1099.PNG

SHG

Comments

comments