Ósorterað — 06/03/2016 at 10:50

Jafntefli gegn grönnunum

by

Leikurinn í gær gegn Spörs var nokkuð kaflaskiptur.

Spörs byrjaði betur en þegar líða tók á leikinn komust Arsenal meira inn í hann og eftir að Ramsey kom Arsenal yfir leit allt út fyrir að Arsenal myndi klára leikinn.

En augnabliks dómgreindarleysi hjá Coquelin varð til þess að hann var rekinn að velli og voru Spörsarar fljótir að nýta sér það. Á nokkrum mínútum var staðan orðin 2-1 fyrir heimamönnum.

Arsenal neituðu að gefast upp og stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Alexis leikinn. Bæði lið fengu tækifæri til að stela sigrinum en 2-2 jafntefli var niðurstaðan.

Leicster sigraði svo sinn leik síðar um daginn og eru því fimm stigum á undan Spörs og átta stigum á undan Arsenal.
  

Comments

comments