Uncategorized — 23/08/2014 at 22:00

Jafntefli gegn Everton

by

Everton v Arsenal - Premier League

Arsenal heimsótti Everton í síðasta leik dagsins. 2-2 var niðurstaðan þar sem Giroud skoraði á síðustu mínútu leiksins.

Eins og um síðustu helgi þá hætti Arsenal ekki, en í þetta sinn björguðu þeir stigi ekki stigum. Eftir lélegan fyrri hálfleik var Arsenal 0-2 undir, en leikur liðins batnaði töluvert þegar Giroud kom inn á í háleik fyrir Sanchez.

En það var ekki fyrr en  á 83. mínútu sem þeir minnkuðu muninn, Ramsey gerði það eftir góðanndirbúning frá varamanninum Cazorla. Eins og fyrr segir bjargaði svo Giroud stiginu þegar hann skallaði inn  fyrirgjöf Monreal á 90. mínútu.

Arsenal hefur byrjað tímabilið illa, það er spilalega séð en 4 stig er ekki óásættanlegt.

SHG

Comments

comments