Uncategorized — 08/12/2013 at 18:22

Jafntefli gegn Everton og 5 stiga forskot

by

Özil_vs_Everton

Arsenal og Everton gerðu 1-1 jafntefli í hörkuleik núna rétt í þessu.

Arsenal fór inn í þennan leik vitandi að sigur myndi gefa þeim 7 stiga forskot. En Það var hins vegar Everton sem byrjaði töluvert betur.

Ekkert var skoraði í fyrri hálfleik og lengi vel leit út fyrir að ekkert mark kæmi. En Özil kom Arsenal í 1-0 þegar 10 mínútur voru eftir. Everton jafnaði hins vegar fljótlega aftur fengu bæði liðin færi til að skora sigur markið. En 1-1 verður að teljast sanngjörn úrslit.

Þetta var ekta leikur sem við hefðum tapað á síðustu árum en þó við náðum ekki að halda í sigurinn þá er ekki hægt að vinna alla leiki. Þetta lið er að þroskast og bæta sig töluvert. Núna tekur hins vegar við alvöru prógram í deildinni, næst er það Man City á útivelli svo á Þorláksmessu er það heimaleikur gegn Chelsea.

SHG

Comments

comments