Uncategorized — 19/05/2015 at 11:20

Jafntefli á Old Trafford – Sjáðu það helsta sem gerðist

by

Theo Walcott

Arsenal og Manchester United mættust á Old Trafford á sunnudaginn en leikurinn endaði með jafntefli, 1-1.

Það var Ander Herrera sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik þar sem vörn Arsenal var vægast sagt döpur.

Fyrri hálfleikur í heild var virkilega slakur af hálfu Arsenal manna en Arsenal átti ekki eina einustu marktilraun í fyrri hálfleik.

Það var síðan Tyler Blackett sem jafnaði metin fyrir Arsenal með sjálfsmarki, en fyrirgjöf Theo Walcott blakaðist af Blackett og í netið.

Allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan:

Ashley Young með marktilraun
Koscielny með frábæran varnarleik.
Phil Jones með vægast sagt skrautlega björgun
Fellaini gefur Mertesacker olnbogaskot í höfuðið
Herrera kom United í 1-0, markið sýnt úr nokkrum sjónarhornum
Víðara sjónarhorn af marki United þar sem sést hversu slök vörnin var í markinu
Illa farið með gott færi. Virtust lítil samskipti þarna á milli Özil og Giroud.
Falcao í fínu færi en honum brást bogalistin
Smalling var nýr varnarmaður Arsenal í smástund á þessu augnabliki. Ver marktilraun Man Utd manna.
Alexis Sanchez með slappa marktilraun
Hér munaði engu að Olivier Giroud næði að skora
Cazorla misreiknaði skotið hér eitthvað aðeins
Hector Bellerin – ,,Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann?” – WHAT A MAN!
Smalling gerir heiðarlega tilraun til að klæða Giroud úr treyjunni og fiska þar með á hann gult spjald!
Marcus Rojo bjargar Man Utd frá því að fá á sig mark.
Sjálfsarkið sem Tyler Blackett skoraði eftir fyrirgjöf Theo Walcott.

EEO

Comments

comments