Uncategorized — 11/08/2011 at 23:28

Jadson Rodrigues inn / Fabregas út

by

Nú í dag hafa komið fréttir um það að miðjumaður frá Shaktar Donetsk sem heitir Jadson sé staddur í London ásamt umboðsmanni sínum til að semja um kaup og kjör við Arsenal.

Jadson er 27 ára, 168 cm á hæð. Hann hefur verið hjá Shaktar Donetsk síðan 2005 og leikið 257 leiki og skorað í þeim 60 mörk. Í 38 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 8 mörk. Hann er víst ekki hræddur að skjóta á markið og er víst tæknilega mjög góður og sterkur miðjumaður. Á Twitter sagði hann í dag  “Ef allt gengur að óskum þá get ég gefið ykkur góðar fréttir í næstu viku”   @jadson_8

Baksíða Independent á morgun lítur svona út:

Comments

comments