Uncategorized — 06/07/2012 at 16:12

Ivan Gazidis í fríi?

by

Í yfirlýsingu Persie í fyrradag þá ráku margir augun í það að Persie væri að bíða eftir að Ivan Gazidis kæmi úr fríi. Flestir voru ekkert sáttir að stjórnarformaður Arsenal væri í fríi þegar allt er á fullu í leikmannamálum. Bæði vinna í að fá leikmenn til sín og að semja við leikmenn eins og Persie og Walcott.

Ivan Gazidis er hins vegar ekkert í fríi, þannig að annað hvort er Persie eitthvað að rugla eða þá þetta var gömul yfirlýsing sem gleymdist að lesa yfir. Því í dag er Ólympíueldurinn að ferðast um Norður-London og kom við á Emirates. Myndatökumaður Arsenal F.C. Stuart MacFalane smellti því einni mynd af atburðinum og viti menn, þar var Ivan Gazidis.

SHG

Comments

comments