Uncategorized — 11/08/2012 at 21:38

Inter að bjóða í Walcott

by

Inter Milan eru að íhuga það að bjóða í Theo Walcott vængmanninn fljóta.

Hinn 23 ára Walcott á eitt ár eftir af samningi sínum og virðast samningaviðræður ganga hægt. Það ætla forráðamenn Inter Milan að nýta sér.

Andrea Stramaccioni sem er sjöundi stjóri Inter á tveimur árum hefur verið að yngja upp hjá Inter og látið leikmenn eins og Forlan og Lucio fara. Hann sér Walcott sem kjörinn leikmann upp á framtíðina.

Eftir komu Santi Cazorla til Arsenal þá er spurning hvort þeir séu opnari fyrir tilboðum í Englendinginn fljóta.

Comments

comments