Arsenalklúbburinn — 01/07/2016 at 12:51

Innskráningarleikurinn og STÓR tilkynning frá Arsenal F.C.

by

A_I

Eins og undanfarin ár verður Arsenalklúbburinn og Gaman Ferðir með innskráningarleik þar sem aðal verðlaunin eru ferð út á Arsenal leik fyrir tvo.
Um miðjan júlí fer stjórnin í það búa til greiðsluseðla en vilji fólk sleppa við það að borga seðilgjald þá er hægt að leggja beint inn á reikning klúbbsins. En það er gert með því að borga inn á reikning 0143-26-1413, kennitala 620196-2669 og mikilvægt að senda kvittun á gjaldkeri@arsenal.is. Fullt gjald í klúbbinn er 2.800kr, en sé um fjölskyldu að ræða þá borga fyrstu tveir fullt gjald, sá þriðji hálft og restin er frí.
Miklar breytingar eru í gangi hjá Arsenal F.C. og er það til að fylgjast betur með félagsmönnum sínum og því starfi sem klúbbarnir eru að halda úti. Einnig þá vilja þeir minnka álag á stjórnarmenn og setja meiri ábyrgð á hinn almenna félagsmann. En í staðinn þá fá klúbbar sem standast ákveðnar kröfur meiri fríðindi frá Arsenal F.C. Má þar nefna meiri afslátt í búðinni, forgang að miðum og aðstoð með að fá fyrrverandi leikmenn á félagsfundi.
Til þess að þetta gangi upp þá er MJÖG mikilvægt að senda kvittun á gjaldkeri@arsenal.is. Því þegar búið er að borga félagsgjaldið þá fær viðkomandi senda link þar sem skrá þarf upplýsingar innn á gagnagrunn Arsenal F.C. EINNIG er mikilvægt að við fáum upplýsingar um það hvert skal senda linkinn. Ekki allir með virkt e-mail skráð hjá okkur.
Þetta er ekki gert í markaðsskyni eða þess háttar fyrir Arsenal F.C. heldur til að hægt sé að veita þeim sem eru í klúbbnum okkar betri þjónustu.

Sért þú ekki búinn að skrá þig þá;

Áttu ekki rétt á miðum
Áttu ekki rétt á afslátt
Getur ekki farið í hópferð á vegum klúbbsins

Það skal þó taka fram að hægt er að vera félagsmaður í Arsenalklúbbnum á Íslandi, og fengið varning frá okkur en sértu ekki skráður þá ertu ekki samþykktur meðlimur á vegum Arsenal F.C.
Því fleiri sem verða búnir að skrá sig fyrir 1. ágúst 2016 því betri þjónustu mun íslenski klúbburinn fá.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þið þurfið hjálp, ekki hika við að hafa samband.
Með von um góðar undirtektir
Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi

Comments

comments