Uncategorized — 02/07/2011 at 02:32

In Wenger we trust?

by

Ég hef alltaf haft miklar mætur á Arsene Wenger sem knattspyrnuþjálfara og hef enn. Undanfarið er ég þó farinn að hallast að því að hann sé alls ekki góður stjóri(manager). Ég held að fáir séu betri þjálfarar en Wenger allir leikmenn sem hann hefur þjálfað verða betri leikmenn undir hans stjórn. Hann virðist samt hafa enga stjórn á leikmönnum og virðist leyfa allt of mikið. Hann virðist ekki ráða við leikmennina nú til dags, sem eru moldríkir og með egó á stærð við Everest.

Leikmenn Arsenal eru duglegir að koma fram í fjölmiðlum og lofsyngja önnur lið en Arsenal. Wenger ber við málfrelsi í svoleiðis uppákomum, ég held að Ferguson myndi aldrei verja svona hegðun. Wenger virðist ekki geta sannfært menn um að vera áfram og virðist missa alla frambærilega leikmenn. Tímabilið 2007-2008 var eitt besta tímabil Arsenal lengi og við vorum komnir með meistaralið virtist vera, en nei þá fara náttúrlega tveir af lykilmönnunum(Hleb og Flamini)!

Síðastliðið tímabil var nú ansi ágætt og við vorum ansi nálægt titli þetta árið. Tímabilið endaði hörmulega en ég er á þeirri skoðun að það vanti ekki mikið upp á. Arsenal þyrfti að kaupa nokkra leikmenn og losa sig við 3-4 leikmenn.  Ég var að gæla við það að þurfa að horfa upp á Bendtner, Denilson og Almunia fara sem yrði frábært. Þetta eru samt bara draumórar í gangi hjá mér þar sem Nasri, Fabregas,Clichy og jafnvel Persie eru að fara!

Verður Diaby þá næsti fyrirliði og Denilson fær fjarkan, Bendtner tíuna og Almunia verður í markinu. Ég vona innilega að allt þetta slúður sé rugl, en mér grunar að svo sé ekki. Því miður held ég að Wenger sé búinn að missa það. Ég vona svo innilega að eftir ár verði Wenger búinn að troða þessum pistli ofan í kok á mér, jafnvel lengra. Því miður held ég að ég hafi rétt fyrir mér í þetta skiptið.

Áfram Bendtner, Denilson og Diaby………

Eyb

 

Comments

comments