Uncategorized — 01/09/2011 at 01:56

In Wenger we trust? Part II

by

Nú fyrr í sumar skrifaði ég pistill hér á síðuna þar sem ég talaði um að Wenger væri búinn að missa það.  Þegar Arsenal tapaði 8-2 síðastliðinn sunnudag las ég yfir pistilinn aftur. Þá sá ég að ég þarf ekki að éta neitt einasta orði ofaní mig aftur, ég var staðfastur á því að Wenger væri búinn að missa það og er enn.

Síðustu tveir dagar hafa verið hreint ævintýralegir 5 nýjir leikmenn keyptir! Engin af þeim franskur! Allir yfir 25 ára! Allir með reynslu með landliðum! Hvað gerðist eiginlega?

Svarið er einfalt Arsene Wenger ber ábyrgð á stærsta tapi Arsenal í rúm 100 ár. Hann sá loksins að liðið væri hreinlega vont og þyrfti verulega styrkingu.  Ég er gríðalega sáttur núna með það að það voru menn keyptir eftir allt saman og svona margir. Það bjuggust allir við því að sá franski myndi kaupa 1-2 frakka og búið.  Við keyptum hrikalega sterka menn og liðið er samkeppnishæft að einhverju leyti núna, ekki í titilinn þó. Ég held að Arsenal er ekki nægilega sterkt til að vinna titilinn en ég ætla ekki út í þá sálma núna.

Margir Arsenal menn eru að segja núna að Wenger sé enn með‘etta. Sumir ganga svo langt að segja að það hafi verið guðsgjöf að fá Liverpool og Man Utd í fyrstu leikjunum, svo að Wenger myndi vakna.  Ég get að vísu verið sammálu um það að vissu leyti, ef við hefðum ekki tapað þeim leikjum hefði hann ekkert keypt. Af hverju var samt hann ekki búinn að þessu fyrr?! Það er gjörsamlega óásættanlegt að þurfa að tapa 8-2 til að fatta þetta.  Það vissu þetta allir í júní að það þyrfti að styrkja liðið, afhverju var þetta ekki gert þá?  Hann átti að bregðast fyrr við svo mikið er víst, liðið er búið að vera hrein hörmung í allt sumar. Þetta er versta Arsenal lið í mörg ár, það mun þó vonandi breytast með nýju mönnunum.

Undirbúnigstímabil Arsenal mun fara núna fram í september og það munu mörg dýrmæt stig tapast nú á haustmánuðum. Kannski jákvæða við þetta allt að við verðum kannski góðir í ár í lokinn þar sem það er breidd. Ég held samt að Wenger sjái til þess að við endum fyrir ofan Liverpool og Sp*rs.  Þetta verður skemmtilegt núna það er alltaf gaman þegar nýjir menn koma og ég veit að það gleður marga að danski tréhesturinn sé farinn.

Nú er ég búinn að taka út pirringinn og ætla að vera mega jákvæður fram að næsta tapleik. Áfram Arsenal og keyrum þetta helvíti í gang!

 

Comments

comments