Uncategorized — 03/10/2014 at 08:32

Í dag er síðasti séns!

by

Kæru félagar

Í dag er síðasti séns til að skrá sig og borga í afmælisdinnerinn með Nigel Winterburn!

Í heildina vann Nigel þrjá deildartitla, tvo FA cup bikara, einn deildarbikar og Evrópukeppni bikarhafa. Hann spilaði 584 leiki fyrir Arsenal og skoraði í þeim 12 mörk.

Skráning í dinnerinn með Nigel rennur út á föstudaginn n.k., ætlar þú að missa af tækifærinu til að hitta hann?

Laugardagskvöldið 11. október verður risa matarhlaðborð í Officeraklúbbnum, Grænásbraut 619, 230 Reykjanesbæ klukkan 20:00. Þar verður vegleg dagkrá og meðal annars Q&A, þ.e. gestum gefst tækifæri á að spyrja Nigel um allt milli himins og jarðar, þó líklega væri besta að ræða um tíma hans hjá Arsenal.

Matseðillinn er ekki af verri endanum:

Forréttir
Grafinn nautavöðvi með klettsalati og basil
Nautacarpaccio með parmesan og olivum
Reykt Kalkúnarúlla með rjómaosti og mango
Sjávarréttsalat með melónu, mangó og kókosrjóma

Aðalréttir
Hickory reyktur hægeldaður nautavöðvi
Grilluð svínrif með bbq blue
Innbakaðar nautalund Wellington

Meðlæti
Brauðbollur, Smjör, Sveitakartöflur, Sultaðir laukar, Steikt rótargrænmeti, Stengjabaunir og beikon, Ferskt Sesar salat og Maiskorn

Eftirréttur
Kaffi og konfekt

Þeir sem hafa áhuga á að koma eru beðnir um að senda inn skráningu á pantanir@arsenal.is í síðasta lagi föstudaginn 3. október. Verð fyrir félagsmann er 6.500 kr. en 8.500 kr. fyrir aðra.

Með von um frábærar viðtökur,
Arsenalklúbburinn á Íslandi.

Nigel Winterburn

Comments

comments